Laufið [1] (1974-77)

Hljómsveitin Laufið var stofnuð í Hafnarfirði snemma árs 1974 af ungum og upprennandi tónlistarmönnum en Björn Thoroddsen gítarleikari var meðal þeirra. Ekki liggur fyrir hverjir aðrir stóðu að sveitinni í upphafi en sumarið 1975 var sveitin skipuð þeim Geir Gunnarssyni söngvara, Gylfa Má Hilmissyni gítarleikara, Svavari Ellertssyni trommuleikara og Jóni Trausta Harðarsyni bassaleikara, auk Björns.…