Herbert Guðmundsson (1953-)

Allir þekkja nafn tónlistarmannsins Herberts Guðmundssonar (Hebba) en honum hefur tekist upp á sitt einsdæmi að halda uppi nánast stöðugum vinsældum eins lags (Can‘t walk away) frá því um miðjan níunda áratug síðustu aldar, lagið er löngu orðið sígilt en hann alltaf jafn duglegur að koma fram í partíum og einkasamkvæmum fólks á öllum aldri…

Kan (1981-89)

Hljómsveitin Kan starfaði í Bolungarvík framan af og var helsti fulltrúi Vestfjarða á popptónlistarsviðinu á níunda áratugnum. Kan var stofnuð vorið 1981 í Bolungarvík og voru meðlimir sveitarinnar í upphafi þau Finnbogi Kristinsson bassaleikari, Hrólfur Vagnsson harmonikku- og hljómborðsleikari, Pálína Vagnsdóttir söngkona, Magnús Hávarðarson gítarleikari og Haukur Vagnsson trymbill en hann var langyngstur, aðeins fjórtán…