Kandís [1] (1992-93)

Hljómsveitin Kandís var fremur skammlíf soulhljómsveit sem kom með nokkrum látum inn á sjónarsviðið en hvarf þaðan jafnharðan aftur. Kandís var stofnuð haustið 1992 af Kanadamanninum George Grosman en honum hafði boðist að vera með tvö lög á safnplötunni Lagasafnið 2 sem þá var væntanleg fyrir jólin, sveitin var stofnuð í þeim tilgangi. Annað lagið…

Kandís [2] (1998)

Djasssveitin Kandís lék að minnsta kosti í eitt skipti vorið 1998 en þá sveit skipuðu Tena Palmer söngkona, Hilmar Jensson gítarleikari og Pétur Grétarsson trommu-, slagverks- og hljómborðsleikari. Ekki ekki vitað til að Kandís hafi leikið opinberlega aftur síðar.