Hljómsveit Karls Adolfssonar (1949-54 / 1997-2002)

Karl Adolfsson starfrækti hljómsveitir með margra áratuga millibilli, annars vegar á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar fyrir norðan og svo hins vegar í lok aldarinnar og fram á þá nýju á höfuðborgarsvæðinu. Karl starfrækti hljómsveit í eigin nafni á Akureyri en sú sveit lék lengstum á Hótel Norðurlandi en síðar einnig víðar um Akureyri…

Hljómsveit Jóhannesar Þorsteinssonar (1944-45)

Hljómsveit Jóhannesar Þorsteinssonar (Jonna í Hamborg) starfaði yfir sumartímann á Hótel Norðurlandi á Akureyri um miðjan fimmta áratug síðustu aldar en sveitin hafði í raun tekið við af hljómsveit Sveins Ólafssonar sem lék á sama stað, öruggar heimildir eru fyrir því að sveitin hafi leikið sumrin 1944 og 45 á hótelinu en hún gæti einnig…

Neistar [3] (1973-2011)

Þekktust þeirra hljómsveita sem gengið hafa undir nafninu Neistar er án efa sú sveit sem Karl Jónatansson harmonikkuleikari starfrækti í áratugi. Neistar sérhæfði sig alla tíð í gömlu dönsunum og harmonikkutónlist en fyrstu heimildir um hana er að finna frá vorinu 1973 en þá var hún fjögurra manna. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi…

Hljómsveit Karls Jónatanssonar (1943-2003)

Þegar talað er um Hljómsveit Karls Jónatanssonar má segja að um margar sveitir sé að ræða og frá ýmsum tímum, reyndar ganga þær einnig undir mismunandi nöfnum eins og Hljómsveit Karls Jónatanssonar, Kvintett Karls Jónatanssonar, Stórsveit Karls Jónatanssonar o.s.frv. en eiga það sammerkt að vera allar kenndar við hann. Fyrsta útgáfa hljómsveitar Karls var starfrækt…