Karlakórinn Svanur [1] (1906-23)

Hér verður eftir fremsta megni reynt að púsla saman sögu Karlakórsins Svans á Þingeyri sem ýmist var kallaður Söngfélag Þingeyringa, Söngfélagið Svanur eða Karlakórinn Svanur en saga hans spannar nokkra áratugi á fyrri hluta 20. aldarinnar. Upphaf þessarar sögu má rekja til 1906 eða 08 og gekk kórinn fyrstu árin undir nafninu Söngfélagið Svanur, Bjarni…

Karlakórinn Svanur [2] (1917-21)

Karlakórinn Svanur mun hafa verið starfræktur í Keflavík á árunum 1917-21. Friðrik Þorsteinsson var stjórnandi kórsins en hann var aðeins sautján ára gamall er hann fékk þann starfa 1917. Allar nánari upplýsingar um þennan kór óskast sendar til Glatkistunnar.