Kartöflumýsnar (1991-99)

Hljómsveitin Kartöflumýsnar var gæluverkefni nokkurra stúdenta við læknadeild Háskóla Íslands á tíunda áratug síðustu aldar. Reyndar er allt eins hægt að kalla Kartöflumýsnar fjöllistahóp frekar en hljómsveit en sveitin var duglega að búa til myndbönd, og vakti reyndar einna mest athygli fyrir eitt slík sem sveitin strippaði í. Meðlimir Kartöflumýsna voru ekki tónlistarmenn í þrengsta…