Skógarbandið (1981)

Haustið 1981 var hópur, líklega sönghópur fremur en hljómsveit, starfandi innan KFUM og K starfsins undir nafninu Skógarbandið. Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um meðlimi eða eðli Skógarbandsins og er því hér með óskað eftir upplýsingum um það.

Friðrik Friðriksson [1] (1868-1961)

Sr. Friðrik Friðriksson er þekktastur fyrir að stofna annars vegar knattspyrnufélagið Val og KFUM og K, þar sem honum er eðlilega gert hátt undir höfði en hann hefur einnig tengingu við íslenska tónlistarsögu, annars vegar með stofnun lúðrasveitar og karlakórs og hins vegar með ljóðum sem hann samdi á sínum tíma en hafa nú verið…