Listamannaskálinn [tónlistartengdur staður] (1943-68)

Listamannaskálinn var ekki eiginlegur skemmti- eða tónleikastaður, enda ætlaður undir myndlistasýningar en ekki tónlist þótt hlutskipti hans yrði að hýsa ballgesti um tíma. Skálinn var byggður 1943 af Félagi íslenskra myndlistamanna við Kirkjustræti (rétt við alþingishúsið) og var aldrei hugsaður til langs tíma, reyndar var talað um fimm ár í því samhengi. Bráðabirgðahugtakið náði það langt…