Bozon (1999)
Hljómsveitin Bozon frá Grindavík var starfandi 1999 og keppti það árið í Rokkstokk hljómsveitakeppninni í Keflavík. Lag með sveitinni kom út á safnplötunni Rokkstokk 1999, sem gefin var út í tengslum við keppnina. Meðlimir þessarar grindvísku sveitar voru þeir Guðmundur Sigurjónsson bassaleikari, Kristinn Arnberg gítarleikari, Víðir Guðmundsson söngvari, Jóhann Vignir Gunnarsson hljómborðsleikari og Björgvin Björgvinsson…
