Afmælisbörn 3. janúar 2025

Afmælisbörnin eru fimm á skrá Glatkistunnar í dag: Sölvi (Haraldsson) Blöndal fyrrum Quarashi-liði á stórafmæli en hann er fimmtugur í dag. Sölvi hafði verið í ýmsum sveitum áður en hann gerði það gott með Quarashi, s.s. Púff, SSSpan, Júpiters og Stjörnukisa svo dæmi séu tekin en hefur einnig starfrækt dúettinn Halleluwah, auk annarra verkefna. Hann…

Afmælisbörn 3. janúar 2024

Afmælisbörnin eru fimm á skrá Glatkistunnar í dag: Sölvi (Haraldsson) Blöndal fyrrum Quarashi-liði á fjörutíu og níu ára afmæli í dag. Sölvi hafði verið í ýmsum sveitum áður en hann gerði það gott með Quarashi, s.s. Púff, SSSpan, Júpiters og Stjörnukisa svo dæmi séu tekin en hefur einnig starfrækt dúettinn Halleluwah, auk annarra verkefna. Hann…

BT company (2000)

Bjarni Tryggvason trúbador starfrækti hljómsveit sem lék nokkuð á pöbbum á höfuðborgarsvæðinu frá ársbyrjun og fram á haust árið 2000, undir nafninu BT company (BT & company). Auk Bjarna sem lék á gítar og söng voru Kristinn Gallagher bassaleikari, Sigurður R. [?] trommuleikari og Ingi Valur [Grétarsson?] gítarleikari og söngvari. Ingó [?] hafði tekið við…

Poppvélin (1998-99)

Poppvélin var skammlíf ballsveit skipuð þungavigtarmönnum úr íslensku popplífi. Sveitin mun hafa verið stofnuð haustið 1998 og voru meðlimir hennar frá upphafi þeir Kristinn Gallagher bassaleikari, Jónas Sigurðsson trommuleikari og söngvari, Matthías Matthíasson söngvari og gítarleikari, Pétur Örn Guðmundsson hljómborðsleikari og söngvari og Tómas Tómasson gítarleikari og söngvari. Poppvélin starfaði einungis í fáeina mánuði og…

Örkin hans Nóa (1993-95)

Sveitaballabandið Örkin hans Nóa var áberandi í Hvaðeraðgerast-dálkum dagblaðanna á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar en sveitin spilaði mikið á því tímabili. Örkin var stofnuð í ársbyrjun 1993 og varð fljótlega tíður gestur á dansstöðum bæjarins og á pöbbum landsbyggðarinnar. Sveitin keyrði á ballöðu sem var á safnplötunni Landvættarokk sem kom út um sumarið og…