Stofnþel (1970-75)

Sögu hljómsveitarinnar Stofnþels má skipta í tvö tímabil, raunar má tala um tvær sveitir sem báðar störfuðu stutt. Fyrri sveitin var stofnuð sumarið 1970 og hafði að geyma þá Sævar Árnason gítarleikara, Herbert Guðmundsson söngvara, Kristmund Jónasson trommuleikara, Magnús Halldórsson orgelleikara og Gunnar Hermannsson bassaleikara. Þessi fyrri útgáfa sveitarinnar starfaði einungis til jóla sama ár…