Honey cake (1983)

Dúettinn Honey cake starfaði um skamma hríð árið 1983 í Kópavogi en kom aldrei fram opinberlega. Sveitin var skipuð þeim fóstbræðrum Steini Skaptasyni söngvara og bassaleikara (sem stjórnaði jafnframt trommuheila) og Kristni Jóni Guðmundssyni söngvara. Þeir félagar höfðu starfað áður saman undir nafninu Stífgrím kombóið en þeir áttu svo litlu síðar einnig eftir að starfrækja…

Stífgrím kombóið (1980-82)

Stífgrím kombóið var angi af pönkvakningunni sem átti sér rætur í Kópavogi í kringum 1980 þó svo að sveitin tilheyrði strangt til tekið ekki pönkinu tónlistarlega séð, sveitin á sér nokkuð merka sögu. Þeir Steinn Skaptason og Kristinn Jón Guðmundsson höfðu um tíma átt sér draum um að stofna hljómsveit sem væri í anda sjöunda…

Tipp topp (um 1980)

Hér er auglýst eftir upplýsingum um hljómsveit sem gæti hafa starfað í Kópavogi um eða eftir 1980 og hét Tipp topp (jafnvel Tip top / Tipptopp / Tiptop). Fyrir liggur að Kristinn Jón Guðmundsson hafi hugsanlega verið einn meðlima hennar en aðrar upplýsingar um þessa sveit eru ekki tiltækar.

Næturþel (1983)

Næturþel var skammlíf hljómsveit sem starfaði í Kópavogi vorið 1983. Þessi hljómsveit var stofnuð upp úr Stífgrím kombói þeirra Steins Skaptasonar og Kristins Jóns Guðmundssonar en þeir höfðu um svipað leyti einnig stafrækt dúettinn Honey cake (og áttu síðar eftir að stofna hljómsveitina Ást). Aðrir meðlimir Næturþels voru þeir Sveinn Valgarðsson hljóðgervilsleikari (síðar Dómkirkjuprestur og…