Moly pasta (1985)

Hljómsveit sem bar nafnið Moly pasta var starfrækt á Akureyri árið 1985, hugsanlega lengur en þá var sveitin meðal þeirra sem kepptu í hljómsveitakeppni í Atlavík um verslunarmannahelgina. Meðlimir sveitarinnar voru Jóhann Ásmundsson [?], Kristinn Valgeir Einarsson [trommuleikari?] og Sigurjón Baldvinsson [gítarleikari?] en ekki liggja fyrir upplýsingar um fleiri meðlimi hennar. Óskað er eftir frekari…

Parror (1986-87)

Hljómsveitin Parror var framarlega í flokki rokksveita á Akureyri síðari hluta níunda áratugar síðustu aldar og gaf meðal annars út snældu um það leyti sem hún lagði upp laupana. Parror hafði á að skipa nokkrum félögum sem höfðu verið áberandi í akureysku rokklífi en hún var stofnuð upp úr Akureyrar-útlögunum vorið 1986. Meðlimir Parrors voru…