Hornsteinar (1984-85)

Veturinn 1984-85 var haldin hljómsveitakeppni í Stundinni okkar í Ríkissjónvarpinu og meðal hljómsveita þar var sveit frá Höfn í Hornafirði sem gekk undir nafninu Hornsteinar. Hljómsveitin var skipuð þeim Birni Heimi Viðarssyni söngvara, Kristjáni Heiðari Sigurðssyni hljómborðsleikara, Friðrik Ingvaldssyni gítarleikara og Jóni Þorvarðarsyni [trommuleikara?]. Ekki liggur fyrir hversu lengi sveitin starfaði.

Vitringarnir (1989)

Hornfirska hljómsveitin Vitringarnir var starfandi 1989 og keppti það vor í Músíktilraunum Tónabæjar og Bylgjunnar. Meðlimir sveitarinnar voru Björn Heimir Viðarsson söngvari og saxófónleikari, Kristján Heiðar Sigurðsson hljómborðsleikari og Friðrik Ingvaldsson gítarleikari. Þeir félagar nýttu sér tæknina sem þá var í boði í tónlist, voru m.a. með forritaðan trommuslátt, bassa og fleiri hljóðfæri – og…