Kjarabót [1] (1978-80)
Söngsveitin Kjarabót starfaði um tveggja ára skeið, stofnaður vorið 1978 og starfaði fram eftir sumri 1980. Lengi vel bar hópurinn ekkert nafn og var því iðulega kallaður Nafnlausi sönghópurinn en nafnið Kjarabót kom til sögunnar í febrúar 1979. Fjöldi söngvara (og hljóðfæraleikara) var eitthvað á reiki en yfirleitt voru tíu til tólf manns í hópnum.…
