Band nútímans (1982-85)

Hljómsveitin Band nútímans starfaði í Kópavogi á árunum 1982-85 og vakti töluverða athygli á sínum tíma, einkum fyrir að lenda í öðru til þriðja sæti í Músíktilraunum Tónabæjar haustið 1983 ásamt Þarmagustunum en Dúkkulísurnar sigruðu það árið. Í kjölfar árangursins í Músíktilraununum kom út lag með sveitinni á safnplötunni SATT 3. Sveitin sem spilaði nýrómantík…