Söngfélag Latínuskólans (1854-1917)

Kór sá sem hér er kallaður Söngfélag Latínuskólans en gæti allt eins verið kallaður Söngfélag Lærða skólans, Skólakór Latínuskólans, Kór skólapilta í Lærða skólanum eða eitthvað þvíumlíkt, telst vera fyrsti kór landsins og markar því tímamót í íslenskri söng- og kórsögu. Kórinn varð jafnframt fyrstur kóra hérlendis til að syngja opinberlega og að halda tónleika.…