Stúlknakór Laugaskóla (1993-94)

Um tveggja ára skeið að minnsta kosti var starfræktur kór við heimavistarskólann að Laugum í Sælingsdal um miðjan tíunda áratug liðinnar aldar undir nafninu Stúlknakór Laugaskóla. Kórinn sem starfaði 1993 og 94 söng þá undir stjórn Björns Stefáns Guðmundssonar kennara við skólann, og kom m.a. fram á Jörvagleði þeirra Dalamanna. Óskað er eftir frekari upplýsingum…

Joseph and Henry Wilson limited established 1833 (1993)

Hljómsveitin Joseph and Henry Wilson limited estabilshed 1833 var starfrækt í héraðsskólanum að Laugum í Sælingsdal vorið 1993 en þá keppti sveitin í Músíktilraunum Tónabæjar. Titill sveitarinnar var sóttur til umbúða utan af snuffi. Sveitin hafði reyndar ekki erindi sem erfiði í keppninni og komst ekki í úrslit. Ekkert bendir til að sveitin hafi verið…