Helga Steffensen (1934-)

Helga Steffensen er sjálfsagt þekktust fyrir framlag sitt til barnamenningar en hún hélt utan um starfsemi Brúðubílsins um árabil og fór víða um land með hann til að skemmta yngsta fólkinu ásamt Sigríði Hannesdóttur, Lilla apa, Gústa, Ömmu og fleirum, auk þess að halda utan um Stundina okkur í Ríkissjónvarpinu um skeið. Helga Steffensen (fædd…

Brúðubíllinn (1976-)

Brúðubíllinn er ómissandi þáttur af barnæsku fjölmargra kynslóða en hann hefur starfað óslitið allt frá árinu 1976. Reyndar má rekja upphaf Brúðubílsins allt aftur til ársins 1968 þegar Leikbrúðuland Jóns E. Guðmundssonar var stofnað en það fyrirtæki kom að ýmsum verkefnum m.a. fyrir Ríkissjónvarpið sem þá var tiltölulega nýstofnað. Fúsi flakkari og Rannveig og Krummi…