½ 7 (1981-83)
Nýbylgjurokksveitin ½ 7 (Hálfsjö) frá Akureyri var líklega stofnuð sumarið 1981. Ári síðar (1982) var hún skráð til leiks á fyrstu Músíktilraunum Tónabæjar og SATT en hvergi er að finna heimildir um að hún hafi keppt þar, að minnsta kosti komst hún þar ekki í úrslit. Síðar (veturinn 1982-83) vann sveitin tónlist við rokksöngleikinn Lísu…
