Reykjavíkurkvartettinn (1986-98)
Sögu Reykjavíkurkvartettsins mætti skipta í nokkur skeið, fyrst í stað starfaði hann sem strengjakvartett áhugamanna en síðar starfaði hann fyrir tilstuðlan styrkveitinga. Upphaf kvartettsins má rekja til sumarsins 1986 en þá spilaði hann fyrst opinberlega á norrænni tónlistarhátíð sem haldin var í Reykjavík um haustið. Meðlimir í upphafi voru fiðluleikararnir Rut Ingólfsdóttir og Júlíana Elín…
