Hljómsveit Sveins Ólafssonar (1944 / 1954-59)

Sveinn Ólafsson fiðlu- og saxófónleikari starfrækti nokkrar hljómsveitir í kringum miðja síðustu öld en þær voru allar skammlífar og hugsaðar sem skammtímaverkefni. Fyrsta Hljómsveit Sveins Ólafssonar var reyndar starfandi á Akureyri sumarið 1944 á Hótel Norðurlandi, meðlimir þeirrar sveitar voru Jóhannes Þorsteinsson (Jonni í Hamborg) píanóleikari, Karl Karlsson trommuleikari, Guðmundur Finnbjörnsson saxófón- og fiðluleikari, Magnús…

Hljómsveit Jóhannesar Þorsteinssonar (1944-45)

Hljómsveit Jóhannesar Þorsteinssonar (Jonna í Hamborg) starfaði yfir sumartímann á Hótel Norðurlandi á Akureyri um miðjan fimmta áratug síðustu aldar en sveitin hafði í raun tekið við af hljómsveit Sveins Ólafssonar sem lék á sama stað, öruggar heimildir eru fyrir því að sveitin hafi leikið sumrin 1944 og 45 á hótelinu en hún gæti einnig…

Hljómsveit Erichs Hübner (1957-62)

Trommuleikarinn Erich Hübner (Erik Hubner) starfrækti hljómsveit í eigin nafni eftir að hann flutti suður til Reykjavíkur árið 1952 frá Ísafirði en ekki er ljóst hvenær sú sveit tók til starfa. Fyrir liggur að sveitin var starfandi á árunum 1957 til 1962 en hún gæti hafa verið stofnuð fyrr. Meðlimir sveitarinnar voru árið 1957 þeir…

M.G. tríó (1948-49)

M.G. tríó starfaði á veitingastaðnum Uppsölum (síðar Sjallanum) á Ísafirði um tíma um miðja síðustu öld og var eins konar húshljómsveit sem lagði mikla áherslu á Fats Waller píanódjass. M.G. stóð fyrir Magnús Guðjónsson sem lék á píanó en aðrir meðlimir voru Vilberg Vilbergsson (Villi Valli) sem lék á harmonikku (og hugsanlega saxófón) og Erich…

Hljómsveitir Guðjóns Matthíassonar (1954-78 / 1994 )

Guðjón Matthíasson harmonikkuleikari starfrækti hljómsveitir um árabil en hann var þekktur og virtur innan „gömlu dansa“ samfélagsins og komu út fjölmargar plötur í nafni Guðjóns og sveita hans, hér er fjallað um hljómsveitir hans eftir því sem heimildir liggja fyrir um þær en óskað er eftir frekari upplýsingum um sveitirnar eftir því sem við á.…