Skólahljómsveit Gagnfræðaskóla Keflavíkur (1956-61)
Í Gagnfræðaskólanum í Keflavík starfaði merkileg hljómsveit í kringum 1960 en hún ásamt Drengjalúðrasveit Keflavíkur innihélt kynslóð tónlistarfólks sem hratt af stað bylgju með hljómsveitina Hljóma í fararbroddi og á eftir fylgdu ótal þekktir tónlistarmenn og hljómsveitir úr bænum sem síðan þá hefur verið kallaður bítlabærinn Keflavík, hér má nefna Gunnar Þórðarson, Rúnar Júl, Magnús…
