Insurcion (1998)

Insurcion var ein sveita sem keppti í Músíktilraunum vorið 1998. Meðlimir sveitarinnar, sem kom úr Reykjavík, voru Guðjón Albertsson söngvari og gítarleikari, Hjörtur Hjartarson trymbill, Magnús Unnar Georgsson bassaleikari og Jón Arnar Helgason hljómborðsleikari. Insurcion komst ekki áfram í úrslit Músíktilraunanna og dó líklega drottni sínu fljótlega eftir keppnina.

Duffel [1] (1998)

Hljómsveitin Duffel var starfandi 1998 og keppti það árið í Rokkstokk hljómsveitakeppninni í Keflavík. Meðlimir sveitarinnar voru Guðjón Albertsson gítarleikari og söngvari, Magnús Unnar Georgsson bassaleikari og Hjörtur Hjartarson trommuleikari. Lag með sveitinni kom út á safnplötnni Rokkstokk 1998. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um Duffel en árið 2000 og 2001 var sveit starfandi undir…