Söngsveit Hlíðarbæjar (1975-90)
Blandaður kór undir nafninu Söngsveit Hlíðarbæjar starfaði í Glæsibæjarhreppi (nú Hörgárbyggð) við vestanverðan Eyjafjörð um fimmtán ára skeið á seinni hluta síðustu aldar. Söngsveit Hlíðarbæjar var stofnuð haustið 1975 af áhugafólki um söng og félagslíf í Glæsibæjarhreppi en um var að ræða blandaðan kór sem kenndi sig við félagsheimilið Hlíðarbæ sem er staðsett fáeina kílómetra…

