Islandia (1974)

Hljómsveitin Islandia (Íslandía) starfaði um nokkurra mánaða skeið þjóðhátíðarárið 1974. Hún var stofnuð snemma árs líklega í því skyni að vera húshljómsveit í Sigtúni en einnig lék hún nokkuð á skemmtunum sjálfstæðisflokksins um sumarið. Islandia var skipuð söngvurunum og hjónakornunum Þuríði Sigurðardóttur og Pálma Gunnarssyni en einnig voru í sveitinni Austfirðingarnir Örn Óskarsson trompetleikari og…

Töfraflautan (1984-85)

Töfraflautan var hljómsveit sem þeir félagar og fóstbræður Jón Ólafsson hljómborðsleikari og Stefán Hjörleifsson gítarleikari starfræktu ásamt Má Elíassyni trommuleikara og Pétri Hjálmarssyni bassaleikara um miðjan níunda áratuginn. Allir sungu þeir félagarnir. Sveitin var stofnuð upp úr Toppmönnum haustið 1984 og spilaði mikið þá um veturinn en varð ekki langlíf því þegar þeir Jón og…