Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar (1957-72 / 1981-82)

Magnús Ingimarsson píanóleikari starfrækti nokkrar hljómsveitir í eigin nafni en ein þeirra var afar vinsæl húshljómsveit á Röðli til margra ára og um leið stúdíóhljómsveit sem lék inn á fjölda hljómplatna en Magnús starfaði á annan áratug sem útsetjari og hljómsveitarstjóri fyrir SG-hljómplötu-útgáfuna. Fyrsta hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar starfaði undir lok sjötta áratugarins en ekki liggja…

Musica prima (1968-69)

Hljómsveitin Musica prima starfaði um nokkurra mánaða skeið frá haustinu 1968 og fram á sumarið 1969, sem húshljómsveit í Þjóðleikhúskjallaranum. Sveitin sem lék djasskennda tónlist, var stofnuð upp úr kvartett sem Þórarinn Ólafsson píanóleikari hafði starfrækt og í sveitinni voru auk hans Örn Ármannsson gítarleikari, Marta Bjarnadóttir söngkona, Jóhann G. Jóhannsson bassaleikari og Pétur Östlund…

Marta Bjarnadóttir (1944-)

Marta Bjarnadóttir söng með nokkrum hljómsveitum um og eftir miðjan sjöunda áratug síðustu aldar, hún lagði þó tónlistina ekki fyrir sig en haslaði sér völl á allt öðrum vettvangi. Marta (Sigríður) Bjarnadóttir fæddist í Reykjavík 1944 og þegar hún var ríflega tvítug hóf hún að syngja með Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar á skemmtistaðnum Röðli þegar hún…

Hljómsveit Þórarins Óskarssonar (1950-89)

Básúnuleikarinn Þórarinn Óskarsson starfrækti fjölda hljómsveita um ævi sína en þær störfuðu á tímabili sem spannar um fjóra áratugi – þó með mörgum og mislöngum hléum. Fyrsta sveit Þórarins, Þ.Ó. kvintettinn (eða ÞÓ kvintett) starfaði í byrjun sjötta áratugarins en var stofnuð sumarið 1950, meðlimir hennar í upphafi voru líklega auk Þórarins sjálfs þeir Guðni…