Harðlífi (1987)

Hljómsveitin Harðlífi var skammlíf sveit en hún var í raun undanfari hljómsveitarinnar Græni bíllinn hans Garðars á Bíldudal. Sveitin var stofnuð snemma sumars 1987 og voru meðlimir hennar þeir Bjarni Þór Sigurðsson gítarleikari, Matthías Ágústsson bassaleikari, G. Hjalti Jónsson trommuleikari, Viðar Ástvaldsson hljómborðsleikari og Þórarinn Hannesson söngvari. Hún hlaut nafn sitt þegar framundan var fyrsti…

Græni bíllinn hans Garðars (1987-93 / 2001-)

Hljómsveitin Græni bíllinn hans Garðars er líkast til þekktasta hljómsveit Bíldudals ásamt Facon en sveitin var öflug í ballspilamennsku á Vestfjörðum á árunum í kringum 1990. Kjarna sveitarinnar skipuðu nokkrir félagar á Bíldudal sem höfðu spilað nokkuð saman, og sumarið 1987 var sett saman sveit til að spila á böllum. Þetta voru þeir Þórarinn Hannesson…