Hjólið (1975-78)

Hljómsveitin Hjólið frá Akureyri lék á dansleikjum nyrðra um og eftir miðjan áttunda áratug síðustu aldar, sveitin varð svo fræg að koma tveimur lögum inn á safnplötu en hlaut þó enga sérstaka athygli fyrir það. Hjólið var stofnuð haustið 1975 og virðist sem meðlimaskipan hafi allan tímann verið sú sama meðan sveitin starfaði, Matthías Henriksen…

Jamaica (1978-82)

Hljómsveitarnafnið Jamaica er eins fjarri því að vera norðlenskt sem unnt er, en sveit með þessu nafni lék og starfaði um árabil á Akureyri í lok áttunda áratugar síðustu aldar og við upphaf þess níunda. Jamaica var stofnuð upp úr hljómsveitinni Hjólinu en upphaflega voru líklega í bandinu þeir Snorri Guðvarðarson gítarleikari, Matthías Henriksen trommuleikari,…