Stúlknakór Melaskóla (1960-75)

Söng- og kórastarf hefur yfirleitt verið í miklum blóma í Melaskóla og lengi vel var nafn Magnúsar Péturssonar söngkennara og tónlistarmanns samofið söngstarfi þar. Elstu heimildir um stúlknakór innan Melaskóla eru frá árinu 1960 en á því ári kom út tíu laga smáskífa á vegum Tage Ammendrup hjá Íslenzkum tónum sem notuð var við danskennslu…

Skólahljómsveit Melaskóla (um 1968)

Óskað er eftir upplýsingum um skólahljómsveit í Melaskóla sem þar var starfandi í kringum 1968, meðal meðlima hennar var söngkonan Lísa Pálsdóttir (Kamarorghestar o.fl.). Einnig er óskað eftir upplýsingum um skólahljómsveitir starfandi innan skólans á öðrum tímum.