Strengjasveit Tónlistarskólans í Reykjavík [2] (1980-2017)
Strengjasveit Tónlistarskólans í Reykjavík starfaði í hartnær fjóra áratugi og vakti víða athygli hér heima og erlendis, sveitin ól af sér fjölda þekktra hljóðfæraleikara sem sumir hverjir hafa myndað hryggjarstykki Sinfóníuhljómsveitar Íslands, öðlast alþjóðlega frægð og viðurkenningu, sent frá sér plötur og þannig mætti áfram telja. Strengjasveit hafði verið starfrækt innan Tónlistarskólans í Reykjavík með…
