Sólblóma [3] (1998-2000)

Hljómsveitin Sólblóma starfaði innan Menntaskólans við Sund rétt um síðustu aldamót, líklega á árunum 1998 til 2000. Sveitina skipuðu þeir Kjartan F. Ólafsson hljómborðsleikari (Ampop o.fl.) og Ragnar Jónsson [?] en ekki liggur fyrir hvort fleiri komu að henni. Sveitin var sögð stofnuð „til höfuðs“ sveitaballahljómsveitum en líklegt hlýtur því að teljast að fleiri hafi…

Friedband (1976)

Hljómsveitin Friedband var sveit nemenda úr Menntaskólanum við Hamrahlíð, sett saman fyrir árshátíð skólans líklega snemma árs 1976. Sveitin sem kom fram aðeins einu sinni, á umræddri árshátíð skartaði söngkonunni Lindu Gísladóttur sem síðar gerði garðinn frægan m.a. með Lummunum auk þess að eiga að baki sólóferil, en engar upplýsingar er að finna um aðra…

Formaika (1990-91)

Hljómsveitin Formaika starfaði í rétt tæplega tvö ár í byrjun tíunda áratugar liðinnar aldar og náði á þeim tíma að senda frá sér eina smáskífu. Formaika var stofnuð í Menntaskólanum við Sund í ársbyrjun 1990 og voru meðlimir hennar Einar Pétur Heiðarsson trommuleikari, Karl Ægir Karlsson bassaleikari, Ottó Tynes söngvari og gítarleikari og Vernharður Jósefsson…

Sarðnaggar (1979-80)

Hljómsveitin Sarðnaggar starfaði við upphaf pönkbylgjunnar sem gekk yfir hérlendis um og eftir 1980 en sveitin var með allra fyrstu pönksveitum hér á landi og mun m.a. hafa leikið á Borginni árið 1979. Meðlimir sveitarinnar stunduðu nám við Menntaskólann við Sund en þeir voru Fritz Már Jörgensen gítarleikari, Ólafur Daðason söngvari, Pétur Eggertsson gítarleikari, Sigurður…