Sólblóma [3] (1998-2000)

Hljómsveitin Sólblóma starfaði innan Menntaskólans við Sund rétt um síðustu aldamót, líklega á árunum 1998 til 2000. Sveitina skipuðu þeir Kjartan F. Ólafsson hljómborðsleikari (Ampop o.fl.) og Ragnar Jónsson [?] en ekki liggur fyrir hvort fleiri komu að henni. Sveitin var sögð stofnuð „til höfuðs“ sveitaballahljómsveitum en líklegt hlýtur því að teljast að fleiri hafi…

Friedband (1976)

Hljómsveitin Friedband var sveit nemenda úr Menntaskólanum við Hamrahlíð, sett saman fyrir árshátíð skólans líklega snemma árs 1976. Sveitin sem kom fram aðeins einu sinni, á umræddri árshátíð skartaði söngkonunni Lindu Gísladóttur sem síðar gerði garðinn frægan m.a. með Lummunum auk þess að eiga að baki sólóferil, en engar upplýsingar er að finna um aðra…

Sarðnaggar (1979-80)

Hljómsveitin Sarðnaggar mun hafa verið starfandi í pönkbylgjunni sem gekk yfir hérlendis um og upp úr 1980. Meðlimir sveitarinnar stunduðu nám við Menntaskólann við Sund en þeir voru Fritz Már Jörgensen gítarleikari, Ólafur Daðason söngvari, Pétur Eggertsson gítarleikari, Sigurður Sveinn Jónsson trommuleikari, Jóhann Kristinsson hljómborðsleikari og Einar Bergmundur sem lék á allt mögulegt. Geir Magnússon…