Tríó Óla (1960-70)

Tríó Óla starfaði á Fljótsdalshéraði allan sjöunda áratug síðustu aldar og líklega eitthvað fram á þann áttunda þótt ekki finnist nákvæmar upplýsingar um það, tríóið skartaði fyrstu hljómsveitarsöngkonu Austfjarða. Tríó Óla mun hafa verið stofnað 1960 og voru meðlimir þess í upphafi Óli Kjerúlf harmonikkuleikari sem var hljómsveitarstjóri, Hrafnkell Björgvinsson trommuleikari og Methúsalem Kjerúlf gítarleikari.…