Spitsign (1997-98)

Hljómsveitin Spitsign gegnir stærra hlutverki en margir gera sér grein fyrir í þeirri harðkjarnasenu sem myndaðist hér á landi í kringum aldamótin 2000 en segja má að sveitin hafi að nokkru leyti mótað og rutt brautina fyrir þær harðkjarnasveitir sem á eftir komu, m.a. með þátttöku sinni í Músíktilraunum – hljómsveitin Mínus varð eins konar…

Mínus [1] (1996)

Sumarið 1996 var starfandi hljómsveit í Stykkishólmi en hún hét Mínus og var skipuð meðlimum í yngri kantinum. Ekki finnast neinar upplýsingar um meðlimi sveitarinnar eða hljóðfæraskipan og starfstíma og er því hér með óskað eftir þeim.