Mixtúran (1968-69)

Mixtúran var skammlíf sveit í Reykjavík stofnuð haustið 1968 upp úr Axlabandinu en lifði að líkindum aðeins rétt fram yfir áramótin 1968-69. Meðlimir Mixtúrunnar voru Finnbogi Kristinsson bassaleikari, Gunnar Jónsson söngvari, Guðmundur Óskarsson gítarleikari og Már Elíson trommuleikari, allir úr Axlabandinu en einnig voru í sveitinni Davíð Jóhannesson gítarleikari og Sofja Tony Kwasanko söngkona.

Axlabandið [1] (1967-68)

Reykvíska unglingasveitin Axlabandið sem stofnuð var haustið 1967 var ein af mörgum sveitum sem áttu eftir að bera þetta nafn. Meðlimir hennar voru Finnbogi Kristinsson bassaleikari, Már Elíson trommuleikari, Magnús Halldórsson orgelleikari, Gunnar Jónsson söngvari og Guðmundur V. Óskarsson gítarleikari. Upphaf sveitarinnar má rekja til Guðmundar og Finnboga en síðan bættust þeir Magnús og Gunnar…