Stúdíó Mjöt [hljóðver / útgáfufyrirtæki] (1982-86)
Stúdíó Mjöt var eitt af fjölmörgum hljóðverum sem störfuðu á níunda áratug síðustu aldar en auk þess að hljóðrita tónlist var Mjöt einnig útgáfufyrirtæki um tíma. Ekki er alveg ljóst hvenær Mjöt var stofnað, heimildir segja ýmist 1981 eða 82 og einnig er eitthvað á reiki hverjir stofnuðu hljóðverið, ljóst er að Magnús Guðmundsson (Þeyr)…


