Þrír undir sama hatti (1970)

Þjóðlagatríóið Þrír undir sama hatti starfaði í nokkra mánuði árið 1970 og fór víða á þeim stutta tíma. Meðlimir Þriggja undir sama hatti voru þeir Moody Magnússon söngvari og bassaleikari og Sverrir Ólafsson söngvari og gítarleikari sem höfðu skömmu áður starfrækt dúettinn Útlaga, og Hörður Torfason söngvari og gítarleikari sem þá hafði verið að stíga…

Útlagar [2] (1969-79)

Þjóðlagadúóið Útlagar starfaði um nokkurra mánaða skeið 1969-70 og kom fram í fáein skipti opinberlega. Það voru þeir Sverrir Ólafsson kontrabassaleikari og Moody Magnússon gítarleikari sem mynduðu Útlaga í árslok 1969 og komu síðan fyrst fram á þrettándagleði í upphafi ársins 1970, þeir félagar sungu báðir. Útlagar voru reyndar einnig sagðir vera þjóðlagatríó en hvergi…

Öbarna (1974)

Öbarna var sænskt-íslenskt þjóðlagatríó starfandi í Svíþjóð en innihélt Íslendinginn Moody Magnússon kontrabassaleikara. Moody hafði áður starfað hér í þjóðlagasveitum eins og Náttúrubörnum og Þremur undir sama hatti auk þess að vinna með Herði Torfasyni. Öbarna kom og lék hér á nokkrum tónleikum árið 1974.