Þrír undir sama hatti (1970)

Þrír undir sama hatti

Þjóðlagatríóið Þrír undir sama hatti starfaði í nokkra mánuði árið 1970 og fór víða á þeim stutta tíma. Meðlimir Þriggja undir sama hatti voru þeir Moody Magnússon söngvari og bassaleikari og Sverrir Ólafsson söngvari og gítarleikari sem höfðu skömmu áður starfrækt dúettinn Útlaga, og Hörður Torfason söngvari og gítarleikari sem þá hafði verið að stíga sín fyrstu skref sem trúbador.

Þrír undir sama hatti komu fram sem hluti af dagskrá á kvöldvökum sem haldnar voru fyrir erlenda ferðamenn sumarið 1970 en slíkt var þá nýlunda hérlendis. Tríóið kom einnig fram á þjóðlagasamkomum þetta sumar sem og á útihátíð sem haldin var í Húsafelli um verslunarmannahelgina.