Blúshátíð í Reykjavík 2022

Blúshátíð í Reykjavík verður haldin nú um páskana en hún hefur ekki farið fram síðan 2019 af óviðráðanlegum orsökum. Hátíðin verður með breyttu sniði í ár en einungis verða einir tónleikar í boði – miðvikudagskvöldið 13. apríl nk. (kvöldið fyrir skírdag) kl. 20, sannkölluð tónlistarveisla þar sem allir bestu blúsarar landsins koma fram á Hilton…

Beggi Smári & Bex band á Dillon

Blúsarinn Bergþór Smári & Bex band verða með sumarblústónleika á Dillon við Laugaveg fimmtudagskvöldið 1. júlí kl. 21:00 og verður sérstakur gestur þeirra gítarleikarinn Nick Jameson. Ásamt Begga Smára sem leikur á gítar og syngur, skipa Bex bandið þeir Ásmundur Jóhannsson trommuleikari og Brynjar Páll Björnsson bassaleikari. Aðgangur er ókeypis.

Blús á Rosenberg í kvöld

Blúsfélag Reykjavíkur boðar til blústónleika í kvöld, fimmtudagskvöldið 25. júní á Cafe Rosenberg á Vesturgötu 3, klukkan 20:30. Það er Beggi Smári Acoustic Band sem spilar ásamt Nick Jameson en auk Begga Smára (gítarleikara og söngvara) leika þeir Andri Guðmundsson á bassa og Ásmundur Jóhannsson á trommur í kvöld. Frítt inn.

Guitarama – gítarhátíð Bjössa Thor í Salnum

Það verður bullandi blús í Salnum Kópavogi kl. 20 á laugardagskvöldið á Guitarama, gítarhátíð Bjössa Thor. Þar verða Friðrik Karlsson, Lay Low, Ingó Geirdal úr Dimmu, Beggi Smári og gestgjafinn Björn Thoroddsen. Erla Stefánsdóttir spilar á bassa og Fúsi Óttars á trommur. Sérstakur heiðursgestur er blúsarinn, leikarinn og skemmtikrafturinn Nick Jameson. Um er að ræða…