Müller (1997)

Hljómsveitin Müller starfaði að öllum líkindum innan Menntaskólans við Hamrahlíð en sveitin lék á tónleikum sem haldnir voru í Norðurkjallara skólans í febrúar 1997 og gefnir voru út á plötunni Tún. Meðlimir sveitarinnar voru Björn Kristjánsson (Borko), Kristján Guðjónsson, Einar Þór Gústafsson og Númi Þorkell Thomasson, ekki liggja fyrir upplýsingar um hljóðfæraskipan þeirra félaga.

Mósaík [1] (1993-96)

Hljómsveitin Mósaík (Mosaik) vakti nokkra athygli um miðjan tíunda áratug síðustu aldar er hún keppti tvívegis í Músíktilraunum Tónabæjar en meðlimir sveitarinnar voru meðal þeirra yngstu sem þar hafa keppt. Segja má að hluti sveitarinnar hafi síðar orðið að stórum nöfnum í íslensku tónlistarlífi. Mósaík var stofnuð haustið 1993 af Benedikt Hermanni Hermannssyni (Benna Hemm…