Beneath the skin í 3. sæti á Billboard

Nýja plata Of monsters and men, Beneath the skin fór beint í þriðja sæti Billboard metsölulistans í Bandaríkjunum í fyrstu viku, platan er ennfremur í efsta sæti sölulista á Íslandi og í Kanada en alls hafa selst um sextíu og eitt þúsund eintök af plötunni síðan hún kom út fyrir viku. Sveitin slær þar með met…

Nýja plata OMAM í 1. sæti iTunes

Önnur breiðskífa Of Monsters and Men, Beneath The Skin náði 1. sæti á metsölulista allra platna á iTunes fyrr í dag. Fyrr í vikunni kom sveitin fram í tveimur af stærstu þáttum Bandaríkjanna, Good Morning America á ABC og The Tonight Show with Jimmy Fallon og fluttu þau lagið Crystals. Á heimasíðu Of Monsters and Men…

Önnur breiðskífa OMAM komin út

Of monsters and men gefur í dag út sína aðra breiðskífu, „Beneath The Skin“ á Íslandi. Íslensk útgáfa breiðskífunnar inniheldur lögin „Backyard“ og „Winter Sound“ sem er ekki að finna á hefðbundinni útgáfu breiðskífunnar erlendis heldur eingöngu á viðhafnarútgáfum og á þeirri íslensku. Hljómsveitin hefur eytt síðastliðnu ári á Íslandi og í Los Angeles með upptökustjóranum…

Of monsters and men senda frá sér nýja smáskífu

OF MONSTERS AND MEN tilkynna hér með að langþráð önnur breiðskífa þeirra sem hlotið hefur heitið Beneath The Skin mun koma út 8. júní á Íslandi á vegum Record Records.  Þessi margrómaði kvintett frumflytur fyrstu smáskífuna „Crystals“ í dag á öldum ljósvakans sem og á Tónlist.is.   Myndband með texta við lagið verður einnig gefið út…