Ófétin (1985-86)
Djasssveitin Ófétin var sett á laggirnar í tilefni af tíu ára afmæli Jazzvakningar sumarið 1985 og lék sveitin á afmælishátíð tengdri henni, og eitthvað áfram fram á mitt sumarið 1986. Af sama tilefni var gefin út plata með sveitinni en hún bar titilinn Þessi ófétis jazz! sem var bein skírskotun í leikrit Halldórs Laxness, Straumrof.…
