Útópía [2] (1998-2002)
Hljómsveitin Útópía var stofnuð 1998 og kom upphaflega frá Dalvík og Akureyri. Meðlimir sveitarinnar komu úr ýmsum böndum, m.a. Exit, Flow, Tombstone o.fl. Sveitin lét fljótlega að sér kveða og tók þátt í hljómsveitakeppninni Rokkstokk í Reykjanesbæ árið 1999. Þar komst Útópía í úrslit og komu út tvö lög með henni á safnplötunni Rokkstokk 1999,…
