Ökklabandið (1986-90)

Hljómsveitin Ökklabandið var frá Egilsstöðum og starfaði um fjögurra ára skeið, þessi sveit var nokkuð skyld Dúkkulísunum sem þá hafði gert garðinn frægan um allt land. Ökklabandið var stofnuð haustið 1986 upp úr hljómsveitinni Náttfara og var þá skipuð Ármanni Einarssyni hljómborðs- gítar- og saxófónleikara, Friðrik Lúðvíkssyni gítarleikara, Guðbjörgu Pálsdóttur trommuleikara, Jóni Inga Arngrímssyni bassaleikara og…