Hótel Björninn [tónlistartengdur staður] (1928-50)

Hótel Björninn í Hafnarfirði var vinsæll skemmtistaður en dansleikir voru haldnir þar á tuttugu ára tímabili, frá því fyrir 1930 og líklega allt til 1950. Á stríðsárunum var reyndar talað um staðinn sem alræmda búllu. Ágúst Flygenring kaupmaður í Hafnarfirði hafði látið byggja húsið árið 1906 og gekk það iðulega undir nafninu Flygenringhús framan af…

Syndir feðranna [3] (2004)

Hljómsveitin Syndir feðranna var líkast til sett saman fyrir eina kvöldstund, afmælishátíð hljómsveitarinnar Loga frá Vestmannaeyjum þegar hún fagnaði 40 ára afmæli sínu. Syndir feðranna var skipuð sonum meðlima Loga og kom fram óvænt á tónleikunum, hana skipuðu þeir Arnþór Henrysson bassaleikari, Jónas Hermannsson söngvari, Ólafur Guðlaugsson gítarleikari, Davíð Helgason gítarleikari og Haraldur Bachmann trommuleikari.