Samúel [2] (1974-75)

Hljómsveitin Samúel mun hafa verið starfandi á Fáskrúðsfirði a.m.k. árin 1974 og 75. Litlar upplýsingar er að finna um þessa sveit en meðal meðlima hennar voru Ólafur Ólafsson bassaleikari, Björn Jóhannsson gítarleikari, Helgi Ingason [?] og Agnar Sveinsson trymbill. Ekki liggur fyrir hvort fleiri skipuðu Samúel eða hversu langur líftími sveitarinnar var.

Karlakórinn Svanur [1] (1906-23)

Hér verður eftir fremsta megni reynt að púsla saman sögu Karlakórsins Svans á Þingeyri sem ýmist var kallaður Söngfélag Þingeyringa, Söngfélagið Svanur eða Karlakórinn Svanur en saga hans spannar nokkra áratugi á fyrri hluta 20. aldarinnar. Upphaf þessarar sögu má rekja til 1906 eða 08 og gekk kórinn fyrstu árin undir nafninu Söngfélagið Svanur, Bjarni…

Orfeus [2] (um 1980)

Hljómsveitin Orfeus starfaði á Fáskrúðsfirði um eða fyrir 1980. Hljómsveitin Standard var stofnuð upp úr Orfeus 1980 en hún varð síðar að Eglu. Meðlimir Orfeusar voru þau Sandra Serle Lingard söngkona, Hallgrímur Bergsson píanóleikari, Ólafur Ólafsson bassaleikari, Óðinn Gunnar Óðinsson gítarleikari, Kristján Þorvaldsson orgelleikari (síðar ritstjóri Séð og heyrt), Brynjar Þráinsson trommuleikari, Árni Óðinsson gítarleikari…