Hljómsveit Birgis Arasonar (1987-90 / 2009-17)

Eyfirðingurinn Birgir Arason hefur tvívegis starfrækt hljómsveitir í eigin nafni á Akureyri og nágrenni en hann hefur jafnframt starfað með fjölmörgum öðrum sveitum á svæðinu. Hljómsveit Birgis Arasonar (hin fyrri) var stofnuð sumarið 1987 og starfaði hún um þriggja ára skeið eða þar til Bandamenn voru stofnaðir upp úr henni árið 1990. Meðlimir hljómsveitar Birgis…

Demo (1979-81)

Hljómsveitin Demo (Demó) var nokkuð áberandi á dansstöðum höfuðborgarsvæðisins um það leyti sem pönk- og nýbylgjuæðið reið yfir, sveitin var þó á allt annarri línu en hún lék danstónlist með fusion ívafi. Sveitin mun hafa verið stofnuð haustið 1979 en ekki liggur fyrir hverjir skipuðu hana við stofnun. Í ársbyrjun 1980 voru hins vegar Einar…

LagEr (1980-81)

Hljómsveitin LagEr varð ekki langlíf, starfaði um nokkurra mánaða skeið veturinn 1980-81. Meðlimir hennar voru Þröstur Þorbjörnsson gítarleikari, Jón Björgvinsson trommuleikari, Jóhann Morávek bassaleikari, Ólafur Örn Þórðarson hljómborðsleikari (ein heimild segir Ólafur Sigurðsson) og Jón Rafn Bjarnason söngvari. Sá síðarnefndi hafði einmitt stuttu áður sent frá sér litla tveggja laga sólóplötu. LagEr var sem fyrr…