Hljómsveit Olferts Nåby (1935)

Danskur tónlistarmaður, Olfert Nåby (Naaby) starfrækti hér á landi hljómsveit árið 1935 sem starfaði á Siglufirði mitt á miðjum síldarárunum, hana skipuðu Jóhannes Eggertsson sellóleikari, Kristján Elíasson harmonikkuleikari og Olav Dypdal harmonikkuleikari, auk Nåbys sem lék á píanó.