Bergmenn [2] (1996-97)

Djasssveitin Bergmenn starfaði í tvö ár að minnsta kosti, og kom fram m.a. á RúRek djasshátíðinni. Meðlimir þessarar sveitar voru Jón Möller píanóleikari, Ómar Bergmann gítarleikari, Þórir Magnússon trommuleikari og Snorri Kristjánsson bassaleikari. Síðara árið söng Ragnheiður Sigjónsdóttir með Bergmönnum.

Trixon (1961-63)

Hljómsveit Trixon starfaði um tveggja ára skeið í Kópavogi á fyrri hluta sjöunda áratugar síðustu aldar. Trixon var stofnuð 1961 og voru meðlimir sveitarinnar Magnús Már Harðarson trommuleikari, Jóhannes Arason píanóleikari, Birgir Kjartansson gítarleikari, Baldvin Halldórsson gítarleikari og Björn Brynjólfsson söngvari. Ómar Bergmann var líklega bassaleikari sveitarinnar og Hans Kristjánsson saxófónleikari var um tíma í…